Stór og smá listaverk á jólabasar Grósku

Jólabasar Grósku verður í Gróskusalnum helgina 2.-3. desember í tengslum við aðventuhátíð á Garðatorgi. Listaverk, stór og smá, alls konar listhandverk og handgerðir hlutir verða til sýnis og sölu. Hér gefst gott tækifæri til að hitta listamenn Grósku og gera góð kaup fyrir jólapakkann. Boðið er upp á góðgæti og notalega jólastemningu. Opið er kl. 13-16 báða daga. Gróskusalurinn er á 2. hæð á Garðatorgi 1. Allir eru velkomnir og fólk er hvatt til að fjölmenna.

Gróska er félag myndlistarmanna í Garðabæ og eru allir Garðbæingar 18 ára og eldri sem fást við myndlist velkomnir í félagið. Hér er átt við myndlist í víðum skilningi, hvort sem er í tvívíðu eða þrívíðu formi, en hugsjón Grósku er að allir fái að njóta sín við listsköpun. Innan félagsins eru bæði fagmenntaðir og sjálfmenntaðir listamenn.

Hægt er að sækja um inngöngu í Grósku gegnum fésbókarsíðu félagsins: https://www.facebook.com/groska-210/eða með því að senda póst á [email protected].

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar