Stofnaði Filmulist vegna áhuga á skapandi hönnun og merkingum

Í sumar stofnaði Garðbæingurinn, Finnur Snær Baldvinsson, filmufyrirtækið Filmulist (www. filmulist.is), en fyrirtækið býður upp á alhliða merkingar fyrir fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga.

Finnur lærði ljósmyndun og grafíska hönnun í Tækniskólanum áður en hann útskrifaðist sem atvinnuflugmaður frá Flugskóla Íslands og flugkennari hjá Geirfugli.

Garðapósturinn sló á þráðinn til hans og spurði hvernig það hafi komið til að hann ákvað að fara út í fyrirtækjarekstur og stofna Filmulist? ,,Ég ákvað að fara út í fyrirtækjarekstur og stofna Filmulist vegna áhuga míns á skapandi hönnun og merkingum. Ég sá tækifæri til að bjóða upp á sérsniðnar lausnir fyrir merkingar sem uppfylla þarfir viðskiptavina. Með Filmulist vil ég nýta hæfileika mína og ástríðu til að byggja upp fyrirtæki sem skapar verðmæti og ánægju fyrir viðskiptavini okkar,” segir Finnur Snær.

Finnur Snær sá tækifæri til að bjóða upp á sérsniðnar lausnir fyrir merkingar sem uppfylla þarfir viðskiptavina og stofnaði því filmufyrirtækið Filmulist

En hvað er það helsta sem Filmulist býður upp á? ,,Við bjóðum upp á fjölbreyttar og sérsniðnar merking-ar fyrir gler, fatnað og veggi.”

Er hægt að fá sandblásnar filmur í hurðir, glugga svalir með ýmsu munstri ef fólk hefur áhuga? ,,Já, við bjóðum upp á sérsniðnar filmur sem eru hannaðar nákvæmlega eftir þörfum hvers viðskiptavina.”

Vilja flestir mynstur eða eru viðskiptavinir fyrst og fremst að fá næði svo ekki sjáist inn? ,,Viðskipta- vinir okkar eru fyrst og fremst að leita að næði og auknu öryggi, þannig að ekki sjáist inn. Þó er einnig nokkur fjöldi sem nýtir sér þjónustu okkar til að bæta útlit og hönnun á glerflötum sínum og það getur oft verið mjög skemmtilegt verkefni að hjálpa fólki að hanna mynstur sem þeim finnst flott.”

Gefa filmurnar góða birtu inn? ,,Vinsælasta filman er sandblástursfilman sem hleypir góðri birtu inn og á sama tíma gefur fólki næði. Fyrir þá sem vilja algert næði, bjóðum við einnig filmur sem engin birta kemst í gegnum.”

Svo er einnig hægt að fá hjá þér vegglímmiða með ákveðnum texta eða myndum – er þetta vinsælt? ,,Já, vegglímmiðar með ákveðnum texta eða myndum eru mjög vinsælir. Sérstaklega nýta fyrirtæki og húsfélög þessa þjónustu, hvort sem það er til að birta slagorð, merki eða leiðbeiningar innan bygginga,” segir Finnu Snær að lokum en áhugasamir viðskiptavinir geta haft samband við hann í gegnum heimasíðu Filmulist, í tölvupósti á [email protected], eða með því að hringja í síma 867-5005.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins