Stjörnustúlkur meistarar meistaranna

Stjörnustúlkur eru meistarar meistaranna í fótbolta eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í meistarakeppni KSÍ, en leikurinn fór fram á Origo-vellinum í gærkvöldi.

Leikurinn er árleg viðureign Íslands- og bikarmeistara síðasta keppnistímabils en Valur vann báða þá titla í fyrra, en Stjarnan lent í 2. sæti í Bestu-deildinni og fengu þar með þátttökurétt í leiknum þar sem Valur vann báða titlana.

Stjörnustúlkur mæta greinilega sterkar til leiks í Bestu-deildinni, en þær unnu einnig Lengjubikarinn á dögunum. Fyrsti leikur Stjörnunnar í Bestu-deildinni er við Þór/KA miðvikudaginn 26. apríl á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Mynd. Stjarnan, meistarar meistaranna. Myndina tók Hafliði Breiðfjörð á fotbolti.net

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar