Stjörnustelpur sigruðu á ReyCup

Stjörnustelpur í 4. fl. Stjörnunnar sigruðu ReyCup alþjóðlegt fótboltamót í síðasta mánuði. Aðrir sigurvegarar voru Stoke City í 4. fl. kk, Ascent Soccer í 3. fl. kk og Breiðablik í 3. fl. kvk.

Þær tryggðu sér sæti í úrslitaleik mótsins eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni á móti Þrótt 1 sem fór bráðabana og endaði 8-7. Þær urðu svo ReyCup meistarar eftir sigur á Þór 1 úrslitaleik á Laugardalsvelli í vítaspyrnukeppni þar sem Tinna María markvörður varði 2 vítaspyrnur og tryggði sigurinn. Liðið fór taplaust i gegnum mótið og fékk ekki á sig mark. flokkur kvenna sendi 80 stelpur í 5 liðum til keppni á ReyCup og stóðu allar stelpurnar sig vel og voru sjálfum sér og félaginu til sóma í öllu. Árangurinn innan vallar var frábær og vann Stjarnan 3 sigur í sínum styrkleikaflokki eftir úrslitaleik sem fór i vítaspyrnukeppni á móti Þór 2. Stjarnan 2 vann einnig sinn styrkleika eftir úrslitaleik á móti Austurlandi en sá leikur fór einnig i vítaspyrnukeppni.

Það er því óhætt að segja að stelpurnar hafi fengið mikla reynslu í vítaspyrnukeppnum á þessu móti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar