Stjarnan sigraði ÓB mót stúlkna á Sauðárkróki

Stjörnustúlkur í 6. flokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu ÓB-mótið sem fram fór á Sauðárkróki um sl. helgi.

Stjarnan lék úrslitaleik mótsins við granna sína í FH og í raun var sigurinn aldrei í hættu því Stjörnustúlkur fóru á kostum í leiknum og sigruðu með sex mörkum gegn tveimur mörkum FH.

Stjarnan var með 6 lið á mótinu og stóðu allar stúlkurnar sig vel þótt að A liðið hafi bara verið eitt liða sem fékk bikar, en þetta er sigur liðsheildarinnar.

ÓB-meistarar Stjörnunnar: Efri röð frá vinstri: Axel Örn Sæmundsson þjálfari, Rebekka Dís Erlendsdóttir, Anna Katrín Schram, Meriem Anbari, Lárus Geir Arelíusson þjálfari og Sigurður Guðmundsson formaður Stjörnunnar. Miðröð: Klára Sól Guðjónsdóttir og Lára Björg Sigurðardóttir Fremst: Helga Guðrún Finnsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar