Stjarnan mætir Levante frá Spáni

Dregið var til fyrstu um­ferðar­ í Meist­ara­deild kvenna í knatt­spyrnu hjá UEFA, Knatt­spyrnu­sam­bandi Evr­ópu í dag.

Stjörnu­kon­ur dróg­ust gegn Levan­te frá Spáni í undanúr­slit­um 1. um­ferðar og sig­urliðið í þeim leik mæt­ir Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Aust­ur­ríki í úr­slita­leik 1. um­ferðar, en þess­ir leik­ir fara fram 6. og 9. sept­em­ber í ein­hverju þess­ara fjög­urra landa.

Þetta verður spennandi en erfitt verkefni fyrir Stjörnukonur og Kristján Guðmundsson, þjálfara liðsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar