Stjarnan & Lemon semja!

Stjarnan & Lemon í Hagkaup í Garðabæ hafa náð samningum um að Lemon gerist styrktaraðili Knattspyrnudeildar, körfuknattleiksdeildar, handknattleiksdeildar & fimleikadeildar. 
 
Lemon er skyndibitastaður sem hefur sérhæft sig í hollum samlokum og ferskum djúsum, staðurinn hefur hlotið mikilla vinsælda á meðal fólks og þar með talið íþróttafólks sem sækir mikið í staðinn. 
 
,,Við erum gífurlega ánægð með að hafa fengið Lemon til liðs við okkur og við eigum ekki von á öðru en að iðkendur félagsins komi til með að nýta sér fríðindi sem fylgja samningnum, enda hollur og góður skyndibiti í okkar nærumhverfi. Lemon mun einnig bjóða iðkendum Stjörnunnar upp á ýmis tilboð sem við munum auglýsa nánar í gegnum Sportabler,“ segir Dagur Jónsson, markaðsstjóri Stjörnunnar. 

2 fyrir 1 til 9. júlí

„Til að ná árangri skiptir næring miklu máli og mikilvægt að borða vel og passa upp á sambland næringarinnar. Það er því mikil viðurkenning fyrir okkur að íþróttafólk velur Lemon.  Stjarnan hefur að skipa frábæru fólki og hlökkum við mikið til þessa samstarfs. Við munum hefja þetta samstarf á dúndurtilboði á Lemon í Garðabæ, 2fyrir1 af samlokum og djúsum, tilboðið gildir fimmtudaginn 6. júlí til sunndagsins 9. Júlí í Lemon Garðabæ,“  segir Unnur GuðríðurIndriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

Mynd: Undirskrift! Þau Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon, Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar og Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri hjá Lemon, skrifuðu undir samninginn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar