Það var ekki nóg með að Stjarnan hafi landað glæsilegum sigri á Þór frá Þorlákshöfn í meistaraflokki karla sl. 19. mars sl. heldur vann Stjarnan alls fimm titla af þeim níu sem voru í boði í VÍS-bikar yngri flokka með því að vinna fjóra yngri flokka, en allir leikirnir voru leiknir í Smáranum.
Fyrsti bikarmeistaratitill í kvennaflokki
Stjarnan vann sigur í 9. og 10. flokki stúlkna í drengja en þá flokka skipa krakkar í 9. og 10. bekk grunnskóla og fékk silfur í stúlknaflokki, elsta yngri flokka stúlkna. Titillinn í 10. flokki kvenna er fyrsti bikarmeistaratitill í kvennaflokki í sögu Stjörnunnar og markar því tímamót í starfi deildarinnar.
Þetta er ótrúlegur árangur og ber öflugu starfi yngri flokka körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar fagurt vitni. Mikill uppgangur hefur verið í starfinu á undanförnum árum eins og reglulega hefur verið sagt frá í Garðapóstinum undanfarin ár.
Stærsta körfuboltadeild landsins
,,Nú stunda hátt í 500 krakkar körfu í Garðabæ sem gerir okkur að stærstu körfuknattleiksdeild landsins og gengur frábærlega að ná til nýrra iðkenda mikil samheldni í flottum hópum undir leiðsögn úrvalsþjálfara. Okkur hefur gengið sérlega vel á undanförnum árum en það að ná þessum titlafjölda nú er algjörlega einstakt og hvetur okkur til enn frekari dáða. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og okkar frábæru iðkendur, þjálfara og bakland,” segir Hlynur Bæringsson, yfirþjálfari yngri flokka og fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar í meistaraflokki karla.

vinstri: Kolbrún María, Heiðrún Björg, Elísabet, Magnea Rán, Ninja Kristín, Amanda Bríet, Matthildur María. Fremri röð: Bo, Bára Björk, Tinna Diljá, Fanney María, Ingibjörg María, Ísold, Berglind Katla. Allar myndirnar tók Bára Dröfn fyrir Stjörnuna.








Forsíðumyndin er af 10. flokkni stúlkna er þær tóku á móti bikarnum