Stéttarfélagið féll frá 12 af 15 tilboðum sínum í lóðir á Hnoðraholti

Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 4. júlí 2023 voru opnuð tilboð í lóðir í 1. áfanga norðurhluta Hnoðraholts. Alls bárust 299 tilboð sem skiptust þannig.

Tilboð í fjölbýlishúsalóðir 179 
Tilboð í par/raðhúsalóðir 67 
Tilboð í einbýlishúsalóðir 53 

Stéttafélagið ehf. átti hæsta tilboð í allar fjölbýlishúsalóðir og allar raðhúsalóðir nema eina. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun kom í ljós að Stéttafélagið hefur fallið frá tilboði sínu í lóðirnar að undanskildu tilboði í tvær fjölbýlishúsalóðir við Vorbraut 13 og 15 og eina raðhúsalengju við Útholt 35-41.

Þá átti sami einstaklingur hæsta tilboð í fjórar einbýlishúsalóðir, en hefur fallið frá tilboði sínu í þrjár lóðir. Alls voru 7 einbýlishúsalóðir boðnar út.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar