Stéttafélagið ehf bauð tæplega 1,7 milljarð króna í 10 fjölbýlishúsalóðir í Hnoðraholti

Stéttafélagið átti hæsta tilboðið í allar 10 fjölbýlishúsalóðirnar sem voru boðnar út í Hnoðraholti norður, en þetta kom í ljós þegar tilboðin voru opnuð á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag. Alls bárust 179 tilboð í fjölbýlishúsalóðirnar

Alls bauð Stéttarfélagið ehf  1.645.950.000 kr. fyrir lóðirnar 10. Hæsta tilboðið í einstaka lóð hljóðaði upp á 206.050.000 kr fyrir Vorbraut 5 og Vorbraut 15, en lægsta tilboðið í Vorbraut 5 og Vorbraut 15 hljóðuðu upp á 66.000.000 kr fyrir hvora lóð.

Munaði 44 milljónum á hæsta og næst hæsta tilboðinu í eina fjölbýlishúsalóð

Töluvert munaði á tilboðum Stéttarfélagsins og þess fyrirtækis sem átti næst hæsta tilboðið t.d. bauð Stéttarfélagið 202.500.000 kr í Vorbraut 3 en næst hæsta tilboðið hljóðaði upp á 158.557.500 kr. og því munaði tæpum 44 milljónum á tilboðunum tveimur.

Stéttafélagið stofnað árið 2000

Stéttafélagið var stofnað árið 2000 og hefur síðan þá unnið fjöldan allan af verkum, stórum sem smáum. Félagið er verktakafyrirtæki á sviði jarðvinnu, nýbygginga, yfirborðsfrágangs og alhliða mannvirkjagerðar. Fyrirtækið starfar að mestu leyti á útboðsmarkaði og eru helstu verkkaupar veitustofnanir á höfuborgarsvæðinu segir á heimasíðu félagsins. Stéttarfélagið ehf er staðsett að Breiðhellu 12 Hafnarfirði.

Tilboðin verða nú skráð, flokkuð nánar og síðan tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs næsta þriðjudag, 11. júlí 2023.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar