Stelpurnar á Snyrtistofunni Garðatorgi eru komnar í jólastuð, en sú hefð hefur skapast hjá þeim að vera í jólakjólum á föstudögum í desember, sem bæði þeim og viðskiptavinum finnst þetta skemmtileg hefð.
Og það er nóg um að vera hjá stúlkunum í desember. ,,Þessa dagana er mikið að gera við að afgreiða gjafakort í dekur sem er alltaf að verða vinsælli jólagjöf, en hægt er að finna meðferðir við allra hæfi. Það er svo skemmtilegt að taka á móti viðskiptavinum sem koma árlega að kaupa gjafakort og þeir slá svo sannarlega í gegn á hverju ári með gjafakorti í dásamlegt dekur sem er innpakkað í fallega skreytta öskju og tilbúið undir tréð,” segir Erna Gíslasdóttir, snyrtifræðimeistari og eigandi stofunnar brosandi og bætir því við að stúlkurnar á stofunni lofi að dekra vel við þá sem fá gjafakortin á nýju ári.
Stelpurnar senda sínar allra bestu jólakveðjur til Garðbæinga.