Stella Stefánsdóttir

Garðar Grásteinn – kynning á frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir prófkjör sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars nk.

Hver ert þú og hvaða sæti sækist þú eftir? Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi, fulltrúi i skipulagsnefnd og formaður stjórnar Hönnunarsafnsins býður sig fram í 3.-4. sæti.

Stella er viðskiptafræðingur með M.Sc. í lógistík og nýsköpun. Hún er með fjölbreytta reynslu úr atvinnilífinu og er í doktorsnámí í nýsköpun.

Stella á fjórar dætur og þekkir vel að eiga börn í grunnskóla, leikskóla og íþrótta- og æskulýðsstarfi í Garðabæ. Hún hefur verið virk í ýmiskonar félagsstarfi í Garðabæ t.d. í Rótarý og foreldrastarfi í grunnskólum og Stjörnunni.

Af hverju býður þú þig fram? „Mér þykir vænt um Garðabæ og okkur fjölskyldunni hefur liðið vel í bænum. Nærsamfélagið er mér hugleikið. Ég vil í einlægni gefa af mér og leggja mitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Þetta er megin ástæða þess að ég gef kost á mér til áframhaldandi starfa í þágu íbúa í Garðabæ. Ég tel að eiginleikar mínir, þekking og reynsla nýtist vel til slíkra starfa.“

Hverjar eru þínar helstu áherslur? Stella er með skýra framtíðarsýn á Garðabæ sem felst í að móta gott samfélag þar sem framsækin þjónusta, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu eru höfð að leiðarljósi. Forsendur þessa eru traustur fjárhagur og nýsköpun í þjónustu og rekstri.

Dæmi um áherslur:

• Góð þjónustu við fjölskyldur með framsæknum skólum, áreiðanlegri grunnþjónustu og aðgangi 12 mánaða barna að leikskóla nálægt heimili.

• Auka framboð af húsnæði sem hentar ungu fólki, fyrstu kaupendum og eldri íbúum sem vilja minnka við sig, t.d. lítil sérbýli.

• Skipulag sem laðar fram það besta í nærumhverfinu og skapar aðstæður sem styðja við virkni og félagslega samveru íbúa á öllum aldri.

• Skapa aðstæður fyrir gott samfélag og líflegan bæjarbrag með fjölbreyttu menningarlífi, stuðningi við skipulagt íþrótta- og frístundastarf og góðum aðstæðum til að stunda hreyfingu og útivist.

• Stórefla Garðatorg, hverfiskjarna og Vífilsstaði og gera þetta að aðlaðandi viðverustöðum sem fær fólk til að staldra við og njóta félagslegrar samveru.

• Hugsa vel um eldri íbúa og hvetja til virkni. Leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka sjálfstæði og vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu.

Nánari upplýsingar um áherslur Stellu má finna á: stellaiframbodi.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar