Starfsemin flyst yfir á Vífilsstaði í október

Leikskólinn Mánahvoll tók til starfa í ágúst en fyrstu vikurnar hefur starfsemi Mánahvols verið í húsnæði leikskólanna Krakkakots og Holtakots á Álftanesi. Nú eru þar 23 börn sem hafa byrjað nám sitt og hafa þessar fyrstu vikur gengið vel. Gert er ráð fyrir að það verði í byrjun október sem starfsemin flyst yfir á Vífilsstaði.

Í Garðabæ hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað mikið undanfarin ár og vegna þess var ákveðið að opna nýjan leikskóla í Garðabæ sem hefur fengið heitið Mánahvoll og verður staðsettur á Vífilsstöðum, við hliðina á leikskólanum Sunnuhvoli sem er þar fyrir.

Kristín Sigurðardóttir var ráðin sem leikskólastjóri Mánahvols. Þá hafa verið ráðnir leikskólakennarar á Mánahvol sem fá tækifæri til að móta nýjan ungbarnaleikskóla, en þó á eftir að ráða nokkra starfsmenn í þetta mikilvæga starf.

Fyrstu vikurnar gengið vel og framkvæmdir á áætlun

Leikskólinn Mánahvoll tók til starfa í ágúst en fyrstu vikurnar hefur starfsemi Mánahvols verið í húsnæði leikskólanna Krakkakots og Holtakots á Álftanesi. Nú eru þar 23 börn sem hafa byrjað nám sitt og hafa þessar fyrstu vikur gengið vel. Gert er ráð fyrir að það verði í byrjun október sem starfsemin flyst yfir á Vífilsstaði.

Leikskólabyggingin á Vífilsstöðum verður samsett úr einingahúsum sem flutt verða á staðinn en Mánahvoll verður sex deilda ungbarnaleikskóli fyrir börn á aldrinum 12-24 mánaða. Um þessar mundir er verið að reisa húsnæði með fjórum deildum en tvær deildir til viðbótar bætast við seinna í vetur. Útisvæðið við Mánahvoll verður ekki klárað að fullu núna í vetur, en gengið verður frá lóðinni fyrir næsta sumar. Mikil samnýting og samstarf verður með leikskólanum Sunnuhvoli sem er á sama svæði. Samnýting verður með útisvæðinu þar að einhverju leyti.

Garðabær hefur lagt metnað í að bjóða börnum niður í 12 mánaða aldur kost á leikskóladvöl þegar skólaár hefst. Nú þegar er búið að bjóða öllum börnum sem eru fædd í september 2020 og eldri pláss í leikskólum í bænum. Fyrirhugað er að börn sem fædd eru í október 2020 munu næst fá boð um dvöl. Foreldrar mega búast við að dvöl verði boðin með skömmum fyrirvara en þar að leiðandi geta börnin hafið dvöl fljótlega eftir að pláss býðst.

Mynd: Framkvæmdir á Vífilsstöðum þar sem Mánahvoll mun rísa.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins