Sprettur óskar eftir styrk frá Garðabæ vegna Landsmóts hestamanna

Hestmannafélagið Sprettur hefur sent Garðabæ ósk um styrktarbeiðni vegna Landsmóts hestamanna. Í bréfi félagsins til bæjarins er þess farið á leit að Garðabær styrki mótshald Landsmóts hestamanna sem haldið verður 1.-7. júlí 2024. Mótið verður haldið á félagssvæði Fáks, en verkefnið er samvinnuverkefni milli hestamannafélaga sem eru í Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík.  Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til bæjarstjóra til afgreiðslu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar