Sprengja í plöntusmiðju í Hönnunarsafninu

Aragrúi fólks á öllum aldri sótti fyrstu fjölskyldusmiðju haustsins á Hönnunarsafninu síðastliðinn sunnudag.

Færri komust að en vildu en þeir sem ekki komust að í plöntuprentun gátu skemmt sér í Stúdíói Einars Þorsteins við að teikna skuggamyndir eða leysa stærðfræðiþrautir.

Ungi grafíski hönnuðurinn Katla Einarsdóttir leiðbeindi gestum á plöntusmiðjunni og margir komu með eigin jurtir til að prenta á léréft. Myndirnar segja allt um fjörið sem skapaðist en næsta smiðja fer fram þann 1. október en viðfangsefnið verður bókagerð.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar