Uppspretta, kynning fyrir kennara á fræðslumöguleikum fyrir skólahópa, fór fram í Sjóminjasafninu þann 7. október s.l. Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur á Hönnunarsafni Íslands og Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar voru á staðnum og blaðamaður tók Ólöfu tali.
„Það er mjög mikilvægt að fá að vera með í að kynna dagskrá Hönnunarsafnsins fyrir kennurum bæði í grunn- og leikskólum enda eiga allir nemendur erindi á safnið. Það var sérlega gaman að hitta svona marga áhugasama kennara enda er dagskráin fyrir skólahópa mjög metnaðarfull“ sagði Ólöf um viðburðinn.
![](https://kgp.is/wp-content/uploads/2021/10/Ólöf-og-THóra-kynna-skóladagskrá-935x1024.jpg)
Fræðsludagskrá Hönnunarsafnsins hverfist um yfirstandandi sýningar en fram að áramótum er það sýningin Kristín Þorkelsdóttir sem er á dagskrá. Nemendum í 7. og 8. bekk er sérstaklega boðið á sýninguna í leiðsögn og spjall en að því loknu er nemendum boðið að skyggnast inn í prentlistina og hanna og prenta sitt eigið lógó en það er Þóra Sigurbjörnsdóttir sér um leiðsögn og spjall en þau Tóta og Joe frá Prent og vinum um smiðjuna.