Spennandi fræðsludagskrá í Hönnunarsafni kynnt

Uppspretta, kynning fyrir kennara á fræðslumöguleikum fyrir skólahópa, fór fram í Sjóminjasafninu þann 7. október s.l. Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur á Hönnunarsafni Íslands og Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar voru á staðnum og blaðamaður tók Ólöfu tali.
 
„Það er mjög mikilvægt að fá að vera með í að kynna dagskrá Hönnunarsafnsins fyrir kennurum bæði í grunn- og leikskólum enda eiga allir nemendur erindi á safnið. Það var sérlega gaman að hitta svona marga áhugasama kennara enda er dagskráin fyrir skólahópa mjög metnaðarfull“ sagði Ólöf um viðburðinn.

Þóra og Ólöf kampakátar að kynna dagskrána og á forsíðumyndinni eru nemendur ansi einbeittir í prentsmiðju.

Fræðsludagskrá Hönnunarsafnsins hverfist um yfirstandandi sýningar en fram að áramótum er það sýningin Kristín Þorkelsdóttir sem er á dagskrá. Nemendum í 7. og 8. bekk er sérstaklega boðið á sýninguna í leiðsögn og spjall en að því loknu er nemendum boðið að skyggnast inn í prentlistina og hanna og prenta sitt eigið lógó en það er Þóra Sigurbjörnsdóttir sér um leiðsögn og spjall en þau Tóta og Joe frá Prent og vinum um smiðjuna.
 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar