Þann 1. desember sl. var tilkynnt um val æfingahópa u15, u16 og u18 landsliðshópa KKÍ fyrir landsliðsæfingar sem fara fram yfir hátíðarnar.
Stjarnan á hvorki fleiri né færri 31 fulltrúa í æfingahópnum en ekkert annað félag á jafn marga leikmenn í hópnum. Stjarnan á 11 fleiri fullrúa en Fjölnir sem á næst flesta og Stjarnan á bæði flesta stráka og stelpur í hópnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan á flestar stelpur í landsliðshópunum.
,,Við erum stolt af því að eiga þennan glæsilega stóra hóp í landsliðsverkefnum nú yfir hátíðarnar. Þessir krakkar eru að leggja hart að sér að bæta sig og við höfum fulla trú á að þau standi sig vel og verði sér og félaginu til sóma,” segir Hlynur Bæringsson, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.
Forsíðumyndin er liðsmynd af stelpum fæddum 2007, en átta af þessum stelpum voru valdar í U-15 ára landsliðshópinn.