Söguleg helgi – þrjú gull og eitt silfur

Magnaður árangur yngri flokka Stjörnunnar í körfubolta

Um síðastliðnu helgi gerðust þau sögulegu tíðindi að yngri flokkar Stjörnunnar lönduðu þremur af fjórum Íslandsmeistaratitlum sem voru í boði auk silfurs, en yngri flokkar Stjörnunnar hafa náð í fimm Íslands-meistaratitla af sex, sem hafa verið í boði og eitt silfur.

Eftirfarandi er árangur liðanna um sl. helgi.

Stelpur – Gull – Árgangur 2007

Íslandsmeistarar. Stjarnan 2007 árgangur, léku við hvern sinn fingur og töpuðu ekki leik. Þjálfari þeirra er Dani og Arnar.

Taplausar 2007 stelpur voru frábærar á heimavelli um helgina undir stjórn Dani og Arnars. Þær léku við hvern sinn fingur, vel studdar af fjölmennum áhorfendahópi. Ljóst er að ef vel er hlúð að þessum stelpum þarna eru margar efnilegar stelpur sem geta látið að sér kveða á stærra sviði. Gaman að landa sigrinum á heimavelli en formaður Stjörnunnar, Sigurgeir Guðlaugsson og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, Björg Fenger, afhentu stelpunum bikarinn. Frábært lið!

Strákar – Silfur – Árgangur 2007

Hinir sigursælu 2007 strákar misstigu sig sl. laugardag og áttu slakan leik og töpuðu illa gegn sprækum Haukum. Haukar töpuðu gegn Blikum og lokaleikur Stjörnunnar og Blika réði því úrslitum hver landaði titlinum. Stjörnustrákar spiluðu vel sl. sunnudag og unnu góðan sigur á Blikum en náðu ekki að vinna upp stigamuninn gegn Haukum og fengu silfur. Þeir höfðu orð á því strákarnir að þeim hefði aldrei dottið í hug að það gæti verið svona gaman að fá silfur. Þeir lærðu um helgina að allt er hægt ef allir leggjast á eitt en lærðu líka þann súra lærdóm að ef menn mæta ekki fer illa. Öddi og Snorri eru þjálfarar 2007 strákanna.
Líkt og A liðið stóð C liðið sig vel í Kennó um sl. helgi og vann góða sigra og tapaði aðeins einum leik gegn A liði Selfyss-inga.

Stigamunur varð drengjunum í 2007 árganginum að falli og þeir hnepptu því silfurverðlaun í stað gullverðlauna. Hérna er þeir nokkuð brattir ásamt þjálfurum sínum, Ödda og Snorra

Stelpur – Gull – Árgangur 2010

2010 stelpurnar undir stjórn Kjartans Atla áttu svakalega helgi. Þær voru eitilharðar alla helgina og lönd-uðu eins stigs sigri með vel útfærðum endaspretti gegn Keflavík og lönduðu þar með titlinum. Kunnugir segja að púls Kjartans Atla hafði verið í hæstu hæðum á tíðum í leiknum, þó er hann ýmsu vanur. B liðið var rosa flott og lenti í hörkuleikjum, vann tvo leiki og tapaði tveimur.

Íslandsmeistarar. Stúlkurnar sem eru fæddar árið 2010 ásamt þjálfara sínum Kjartani Atla

Strákar – Gull – Árgangur 2010

Af nægu er að taka af dramatík um sl. helgi, en segja má að 2010 strákarnir hafi toppað allt. Með 1,5 sekúndu eftir af leik gegn Grindavík og einu stigi undir skoraði Stjarnan með langskoti spjaldið og ofan í og reyndist þetta karfa sem krækti í titil strákanna. Þjálfarinn Hlynur Bæringsson hefur ýmsa fjöruna sopið en sagðist aldrei hafa upplifað annað eins.

B liðið lék vel og tapaði einungis gegn A liði Keflavíkur með einu stigi. C liðið lék gegn mjög sterkum liðum og vann tvo leiki og tapaði tveimur. D liðið var taplaust og stóð sig frábærlega. Geggjaðir taktar og liðið vann sinn riðil og E-liðið var virkilega flott. Alls fimm lið frá Stjörnunni á mótinu. Frábær frammistaða hjá öllum þessum flottu meisturum.

Íslandsmeistarar! Drengirnir i 2010 árganginum komu sáu og sigruðu en þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigurkörfu þegar 1,5 sekúndur voru eftir, tæpara getur það vart verið. Hér eru þeir kampakátir ásamt þjálfara sínum og fyrirliða meistaraflokk karla, Hlyn Bæringssyni.

Árgangur 2005 – Strákarnir komnir áfram í undanúrslit

2005 strákarnir í 10. flokki undir stjórn Elíasar Orra og Daða Lár eru í góðum gír. Bæði A og B lið eru komin í undanúrslit eftir góða sigra. A-liðið gegn KR og B-liðið gegn Vestra. A-liðið spilaði í einhverjum hraðasta leik sem kunnugir hafa séð, sigur 94-71.

Nú þegar sex flokkar hafa lokið leik hefur Stjarnan landað fimm titlum og einu silfri. Það er rúmlega frábær árangur!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar