Húsgagna- og gjafavöruverslunin Snúran, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá íslenskum fagurkerum undanfarinn áratug, hefur nú opnað nýja verslun að Miðhrauni 24 í Garðabæ. „Við erum gríðarlega spennt og ánægð að hafa opnað nýja verslun Snúrunnar hér í Garðabæ,“ segir Birgitta Ósk Helgadóttir, verslunarstjóri Snúrunnar. Hún segir að mikið úrval nýrra vara hafi borist frá þekktum vörumerkjum, þar á meðal Design by Us, ByOn, Blomus, Botané, Jakobsdal, Dottir Nordic Design, Aida, Present Time og DAY.
Snúran hefur ávallt lagt áherslu á fallegar vörur fyrir heimilið, allt frá húsgögnum og ljósum til smærri hluta sem setja punktinn yfir i-ið í fallega innréttuðu rými. Gjafavara hefur einnig spilað stórt hlutverk í rekstri Snúrunnar, og vinsældir gjafalistanna hafa aukist ár frá ári. „Hér má finna gjafir fyrir öll tilefni – fermingar, brúðkaup, afmæli, útskriftir eða bara til að gleðja ástvini,“ segir Birgitta.
Snúran hóf vegferð sína sem netverslun árið 2014 en fljótlega opnaði verslun í Ármúla, sem naut mikilla vinsælda í mörg ár. Í byrjun ársins 2025 tók Snúran svo nýtt skref – verslunin í Ármúla lokaði og hefur nú opnað á nýjum stað að Miðhrauni 24 í Garðabæ.
Snúran býður alla hjartanlega velkomna í nýju verslunina – hvort sem þú ert að leita að fallegum vörum fyrir heimilið eða hinni fullkomnu gjöf.
Mynd: Rakel Hlín Bergsdóttir (t.v.), stofnandi Snúrunnar og fyrrum eigandi ásamt Birgittu Ósk.