Skólinn mjög skemmtilegur og skólaandinn er hlýlegur

Fyrstu börnin eru mætt á ungbarnaleikskólann Mánahvol á Vífilsstöðum. Leikskólinn er staðsettur við hliðina á leikskólanum Sunnuhvoli sem er þar fyrir. Fyrstu vikurnar fór starfsemi skólans fram í húsnæði leikskólanna Krakkakots og Holtakots á Álftanesi en nú eru börnin komin yfir á Vífilsstaðatún.

Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi og Gunnar Einarsson bæjarstjóri, fóru í heimsókn á Mánahvol í síðustu viku.

Til að byrja með verða fjórar deildir opnaðar á Mánahvoli en í lok árs rísa fjórar deildir til viðbótar ásamt starfsmannaaðstöðu. Gert er ráð fyrir að leikskólinn geti verið með pláss fyrir allt að 112 börn þegar allar 8 deildir verða komnar til starfa.

Kristín Hemmert Sigurðardóttir er leikskólastjóri á Mánahvoli og Sigríður Brynjarsdóttir er aðstoðarleikskólastjóri. Þær segja fyrstu dagana hafa gengið vel. „Fyrstu dagarnir á Mánahvoli hafa gengið mjög vel. Börn og starfsfólk er mjög ánægt með þessa fínu aðstöðu hérna á Vífilsstaðatúni. Skólinn er mjög skemmtilegur og skólaandinn er hlýlegur. Megi skólastarfið blómstra á Mánahvoli.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins