Skólahópar á tónleikum í boði Menningar í Garðabæ

Marsmánuður byrjaði með fjöri í Tónlistarskóla Garðabæjar þegar nemendum á grunn-og miðstigi var boðið á tónleika.

Jazzbadass nefnist dagskráin sem krakkar í 6. og 7. bekk fengu að njóta en frábærir tónlistarmenn fóru yfir sögu jazztónlistar í tali og tónum og í lok tónleikanna fengu nemendur að spreyta sig á spurningakeppni um jazztónlist. Það voru söngkonan Margrét Eir, Sunna Gunnlaugs á píanó, Scott Mclemore á trommur og Leifur Gunnarsson á kontrabassa sem töfruðu fram þessa metnaðarfullu dagskrá.

Fiðurfé og fleiri furðuveru er hinsvegar heitið á dagskrá sem flutt var fyrir 2. og 3. bekk en óperusöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara fluttu lög eftir íslensk tónskáld svo sem Gunnstein Ólafsson og Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárns og fleiri. Óhætt er að segja að nemendur hafi skemmt sér konunglega og þótti raddtækni söngvarana með ólíkindum flott svo heyra mátti söngæfingar nemenda óma á götum er þau héldu aftur í skólann að loknum tónleikum. „Það er yndislegt að taka á móti mörghundruð börnum sem eru að upplifa eitthvað sérstakt, eitthvað sem þau ekki endilega upplifa annars. Lykilatriðið er að fá frábæra tónlistarmenn til að koma fram enda skipta gæðin í dagskrá fyrir börn öllu máli,“ segir Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi sem heldur utan um dagskrá fyrir skólahópa.

Myndir: Jazzbadass á sviði með Margréti Eir. Hallveig Rúnarsdóttir og Jón Svavar sem gæða tónlistina enn meira lífi með líflegri sviðsframkomu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins