Skipulagsnefnd Garðabæjar fagnar merkilegum áfanga

Á fundi skipulagsnefndar í síðustu viku var lögð fram tillaga að friðlýsingarskilmálum og uppdrætti fólkvangs í Urriðakotshrauni sem kynntur hefur verið samhliða tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum og tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar sem nær til sama svæðis. Kynning tillögunnar hefur verið í höndum Umhverfisstofnunar í samræmi við lög um náttúruvernd og þá var einnig lagt fram á fundinum erindi Umhverfisstofnunar þar sem fram kemur ósk stofnunarinnar fyrir samþykki Garðabæjar á tillögunni.

Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og fagnaði um leið þeim merkilega áfanga að nú hefur því markmiði verið náð, sem bæjarstjórn Garðabæjar hefur stefnt að frá árinu 2006, að friðlýsa Búrfellshraun frá gýg til strandar.

Kort af Búrfellshraunum. Höf Sigmar Metúsalemsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar