Skipulag bæjarskrifstofa aðlagað að nýjum áherslum

Hulda Hauksdóttir tekur við starfi deildarstjóra þjónustu og stafrænnar þjónustu hjá Garðabæ

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku gerði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri grein fyrir að ákveðið hefur verið að aðlaga skipulag bæjarskrifstofa að nýjum áherslum, en markmið breytinganna er að greina og styrkja allt þjónustuferli bæjarins.

Í máli Almar koma fram að auka eigi áherslu á stafræna þróun og þjónustu, vægi miðlunar upplýsinga og samskipta við bæjarbúa og fyrirtæki í bænum.

Hulda Hauks deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunnar

Í tengslum við þessa skipulagsbreytingu mun Hulda Hauksdóttir, verða deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar. Hún mun leiða frekari þróun á starfsemi þjónustuvers og vinnu þess gagnvart öðrum sviðum.

Ný samskiptadeild hjá bænum
Samskiptadeild er ný eining þar sem áhersla verður lögð á mikilvægi opinna og greiðra samskipta vegna aukinna samfélagslegra krafna um upplýsingar. Markmiðið er jafnframt að efla almannatengsl og samskiptastjórnun ásamt því að auka sýnileika og fanga sérstöðu bæjarins.

Starf samskiptastjóra var auglýst laust til umsóknar í vikunni.

Fram kom hjá bæjarstjóra að málið hefur verið kynnt starfsmönnum bæjarskrifstofa.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar