Skemmtileg fjölskyldujógastund verður haldin á Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi laugardaginn 30. september kl. 11:30 – skráning nauðsynleg.
Anna Rós Lárusdóttir, höfundur bókarinnar Jógastund, kemur á Bókasafn Garðabæjar laugardaginn 30. september kl. 11.30 og leiðir fjölskylduna í gegnum skemmtilega og endurnærandi fjölskyldujógastund.
Aðeins eru 15 pláss í boði og því nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram, sjá upplýsingar um skráningu á vef Bókasafns Garðabæjar.
—
Family Yoga
Anna Rós Lárusdóttir, the author of „Jógastund“ („Yoga Time“), will visit the library and lead us through a fun and invigorating yoga session. Register here (only 15 spots available).