Skemmtileg dansnámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára

Ágústa Líndal dansskennari verður með skemmtilegt dansnámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára sem hefst 16. janúar nk. í sal GFit heilsuræktar í Kirkjulundi í Garðabæ.

,,Ég mun m.a. kenna dansrútínur úr hinum ýmsu dansstílum ásamt tækniæfingum, styrktaræfingum og teygjum. Kennslan eykur liðleika, styrk og þol og ég mun vinna með hreyfingu á fjölbreyttan hátt,” segir Ágústa.

Eins og áður segir fer kennslan fram í speglasalnum í GFit heilsurækt í Kirkjulundi í Garðabæ á mánudögum og miðvikudögum milli klukkan 15:30 – 16:30.

Nemendur æfa tvisvar sinnum í viku – samtals 20 klst á vorönn.

Önnin hefst 16. janúar og lýkur 29. mars með sýningu í tíma þar sem nemendur sýna afrakstur annarinnar. ,,Markmiðið með námskeiðinu er að kynna dans sem skemmtilega hreyfingu með dansgleði í fyrirrúmi. Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komnam,” segir Ágústa.

Hægt er að skrá sig á: www.gbrdans.com

Hægt er að nýta frístundarstyrkinn!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar