Skáti er hjálpsamur

Þriðjudaginn 10. desember síðastliðinn, gekk hópur dróttskáta frá Vífli upp Úlfarsfell. Þetta var gert til styrktar kvennaathvarfinu, sem er neyðarúrræði fyrir konur og börn sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis.
Skátahreyfingin lifir samkvæmt ákveðnum gildum og kjörorðum, eitt þeirra verandi skáti er hjálpsamur. Til þess að koma inn einu góðverkinu fyrir jólinn tóku sig til nokkrir 13-15 ára einstaklingar og mættu vel klæddir með ljós tilbúnir til verks.

Ferðin upp var brött og var gengið frekar hratt, við ræddum um mikilvægi þess að styðja við og styrkja aðra þegar við höfum tök á og minntumst annarra góðverka sem sveitir innan Vífils hafa staðið fyrir, er þá snúðaverkefnið til styrktar Krafti eftirminnilegt.

Í kringum hátíðarnar er gaman að láta gott af sér leiða við reynum að lifa samkvæmt því, Vífill þakkar Útilíf og Útihreyfingin fyrir að efna til þessarar frábæru göngu.

Jólakveðjur, Skátafélagið Vífill

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins