Í vetrarfríi gunnskóla í Garðabæ bíður Hönnunarsafn Íslands upp á þriggja daga námskeið, dagana 20., 21. og 22. febrúar frá kl. 13-15 fyrir börn á aldrinum 9-12 ára, en þar geta þátttakendur skapað heilt hús.
Þátttakendur fá afhent módel af húsi sem þau hanna inn í fyrir ímyndaðan íbúa með tilliti til persónuleika hans og þarfa. Nemendur fá að spreyta sig á aðferðum í hönnun en hver dagur verður með ólíkar áherslur. Mikilvægt er að komast alla þrjá dagana til að klára húsið og fá það með sér heim. Verkefnið miðar að því að setja sig í spor hönnuðar, virkja sköpunarkraftinn, hugsa með höndunum, sjá möguleika, kynnast skala og módelgerð.
Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir mótuðu námskeiðið upphaflega fyrir grunnskólaheimsóknir sem hafa notið mikilla vinsælda.
Til að tryggja sér pláss þarf að skrá sig og greiða 3000 kr. efnisgjald á tix.is https://tix.is/is/event/16941/