Ungmennafélagið Stjarnan heiðraði nokkra af sínum öflugu sjálfboðaliðum í Stjörnuheimilinu 30. desember sl., en aðalstjórn félagsins stóð þá fyrir léttum viðburði af þessu tilefni, sem er haldin á hverju ári, þar sem sjálfboðaliðarnir mættu ásamt góðum hópi Stjörnufólks sem samfagnaði þeim.
Sjálfboðaliðarnir voru verðlaunaðir með gullmerki Stjörnunnar fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf sitt í þágu félagsins í gegnum tíðina, en eins og flestir vita er sjálfboðaliðar mikilvægir öllum félögum og með þessum verðlaunum vildi Stjarnan þakka fyrir þeirra ómetanlega vinnu sem hefur skipt miklu máli fyrir félagið. ,,Stjarnan er stolt af þeim sem leggja hönd á plóg fyrir félagið og ég vonast til að þessi viðurkenning hvetji þá og aðra til frekari starfa innan félagsins,” sagði Sigurður Guðmundsson meðal annars er hann veitti sjálfboðaliðunum gullmerkið, en alls fengu tíu Stjörnufélagar gullmerki að þessu sinni.
Eftirtaldir aðilar fengu gullmerki Stjörnunnar 30. desember sl.
Magnús Stephensen – TM mót
Birgir Sigfússon – Þorrablótsnefnd
Gunnar Ingason – Þorrablótsnefnd
Heimir Erlingsson – Þorrablótsnefn
Loftur Steinar Loftsson – Þorrablótsnefnd
Eyþór Sigfússon – Þorrablótsnefnd
Hermann Arason – Þorrablótsnefnd
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir – Aðalstjórn og sjálfboðaliði í fimleikadeild
Helgi Hrannarr Jónsson – Fótbolti Jóhanna
Íris Guðmundsdóttir – Handbolti b&u og sjálfboðaliði í fimleikadeild.