Sigurður Arnar golfari fékk 2,7 milljónir í verðlaunafé!

Next Golf Tour er mótaröð á vegum TrackMan og er þetta frábær leið til þess að lengja keppnistímabil golfara og vinna sér inn pening þegar vel gengur, án ferðakostnaðar.

Veglegt verðlaunafé er í boði fyrir þátttakendur en til að mynda var sjóðurinn í 5. umferðinni sem lauk í síðustu viku $150.000 eða rúmlega 21,1 milljónir króna. Þar af var verðlaunafé fyrir 1. sæti rúmlega $19.000 eða 2,7 milljónir króna, sem Sigurður vann sér inn með sigrinum!

Átti 3 lengsta teighöggið, 337,5 metra og fékk 500 dollara í bónus!

Þetta er eitt stærsta verðlaunafé sem íslenskur atvinnukylfingur í karlaflokki hefur unnið í einu móti en auk verðlaunafésins fær Siggi einnig $500 bónus fyrir að eiga 3. lengsta teighögg umferðarinnar. Það var hvorki meira né minna en 337,5 metrar!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar