Garðar Grásteinn – kynning á frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir prófkjör sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars nk.
Hver ert þú og hvaða sæti sækist þú eftir?
Ég er traust, metnaðarfull og læt verkin tala. Ég gef kost á mér í 1. sæti í prófkjörinu og vil leiða Garðabæ áfram sem samheldið og framsækið samfélag, með áherslu á auðlindir okkar; mannauð, fjármál og náttúru. Ég er bæjarfulltrúi (frá 2014), varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar. Hef einnig verið forseti bæjartjórnar, varamaður í stjórn Sorpu og Strætó og tekið þátt í fjölda verkefna á vegum bæjarfélagsins. Áður var ég formaður skólanefndar Tónlistarskólans og Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ.
Af hverju býður þú þig fram?
Það er einstaklega gott að búa í Garðabæ og ég vil gera það ennþá betra. Ég hef sýn og metnað fyrir bæinn minn og vil nýta menntun mína og reynslu í rekstri, stjórnun og bæjarmálefnum til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Ég er með meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf og MBA í viðskiptum og stjórnun. Sem stjórnendaráðgjafi með eigið fyrirtæki (frá 2013), hef ég fjölþætta reynslu af ráðgjöf og fræðslu fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. Áður var ég forstöðumaður og náms- og starfsráðgjafi hjá Háskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Hverjar eru þínar helstu áherslur?
Við eigum að vera framúrskarandi í lögbundnum skylduverkefnum sveitarfélaga og jafnframt framsækin og ábyrg í verkefnum sem auka lífsgæði íbúa. Helstu áherslur mínar:
- Stöðugleiki í rekstri: Hagsýn og ábyrg fjármálastjórn, hóflegar álögur á íbúa og fyrirtæki.
- Virkt lýðræði og gegnsæi: Aukið samráð við þjónustuþega íbúa- og félagasamtök.
- Framúrskarandi skóla- og fjölskyldubær: Leikskólar bjóði upp á heillandi starfsumhverfi og fjölbreytt skólaumhverfi byggi á styrkleikum, vellíðan og tækni.
- Öflugt íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf: Aukið samstarf og stuðningur við frjáls félagasamtök, tækifæri fyrir ólíkan aldur.
- Eldra fólk og ungmenni: Skilvirkur stuðningur, félagsstarf, snjalllausnir og nútímaleg heilsuþjónusta.
- Garðatorg frábær miðbær: Áhersla á aðlaðandi aðkomu og fjölbreytta þjónustu.
- Mannlegt skipulag og góðar tengingar: Ólík búsetuform í skipulagi sem styður við náttúruvernd og lífsgæði, bættar tengingar milli bæjarhluta.
- Náttúran, stígar og friðlýsing: Vera leiðandi í umhverfismálum, standa vörð um friðland bæjarins, lagning göngustíga sem skapa jákvæða upplifun af útivist.
Nánari upplýsingar á heimasíðu minni https://sigridurhuldajons.is/
Facebook Sigríður Hulda 1. sæti og instagram sigridurhuldajons