Siggeir og Auður Íris þjálfarar ársins í Garðabæ

Þjálfarar ársins 2022 í Garðabæ eru þau Siggeir Magnússon handboltaþjálfari í Stjörnunni og Auður Íris Ólafsdóttir körfuboltaþjálfari hjá Stjörnunni og eru þau bæði sannarlega vel að titlinum komin.

  • Siggeir Magnússon, handboltaþjálfari Stjörnunni 

Siggeir hefur þjálfað hjá handboltanum í mörg ár ásamt því að sjá um boltaskóla handboltans sem nýtur gríðarlega vinsælda hjá íbúum Garðabæjar. Námskeiðin í boltaskólanum sem hann og kona hans Guðný Gunnsteinsdóttir sjá um á laugardagsmorgnum eru alltaf uppseld og segir það margt um fagmennskuna.

Á þessu tímabili þjálfar Siggeir 9. flokk kk/kvk ásamt því að vera þjálfari 8. flokks kvenna. Allur undirbúningur, stjórnun æfinga ásamt áhuga hans á þjálfun er til fyrirmyndar enda er hann menntaður íþróttakennari með marga ára reynslu varðandi kennslu og þjálfun.

Það hefur verið mikið happ fyrir handboltann í Stjörnunni að hafa Siggeir í sínum röðum.

  • Auður Íris Ólafsdóttir, körfuboltaþjálfari Stjörnunni

Mikill uppgangur hefur verið í kvennakörfunni hjá Stjörnunni og á síðasta ári unnust fjölmargir titlar hjá yngri flokkum félagsins. Auður stýrði stúlknaflokki til úrslita í bikarkeppni ásamt því að vera hluti af þjálfarateymi 9. og 10. flokks sem unnu þrjá titla á síðasta tímabili. Hún er þjálfari meistaraflokks kvenna og hefur hún leitt uppbyggingu flokksins hjá Stjörnunni sem nú um mundir sitja einar taplausar á toppi 1. deildarinnar. 
Ásamt því að þjálfa meistaraflokk þjálfar Auður 9., 10. og 11. flokk kvenna og eru öll þau lið í toppbaráttu í sínum flokki. 10. fl. stelpurnar hafa nú unnið sér inn þátttökurétt í bikarúrslitunum og gætu fleiri bæst í hópinn. Auður er einn efnilegasti þjálfari landsins. Hún er góð fyrirmynd fyrir aðra þjálfara félagsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins