Síðasti sýningardagur og jurtaprentunarsmiðja

Sunnudaginn 12. september er síðasti séns að skoða rannsóknarverkefni Sigmundar Páls Freysteinssonar, Náttúrurlitun í nútíma samhengi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur. Sigmundur verður í safninu á sunnudaginn. 
 
Sama dag verður boðið upp á jurtaprentunarsmiðju, frá kl. 13-15.  Aðgangseyrir að safninu gildir og innifalið er sá efniviður sem þarf þarf í smiðjuna. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára.
 
Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 12-17

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar