Seiðandi og suðrænt hádegi

Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona kemur fram á hádegistónleikum 2. nóvember kl. 12:15 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Með Margréti koma fram gítarleikararnir Þórarinn Sigurbergsson og Pétur Valgarð Pétursson og bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson. Þau munu flytja lög eftir Sunny Skylar, Luiz Bonfa og Joaquin Rodrigo en lögin eru útsett sérstaklega fyrir þennan hóp. Að venju er aðgangur ókeypis.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar