Sautján taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ

Sautján frambjóðendur, þar af tíu konur og sjö karlar skiluðu inn framboði til þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fer fram 5. mars nk., en framboðsfrestur rann út 31. janúar sl.

Töluverðar breytingar verða á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í maí nk., en þrír núverandi bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér í prófkjörinu. Þeir eru Gunnar Einarsson bæj-arstjóri, Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar og Jóna Sæmundsdóttur, bæjarfulltrúi og formann umhverfisnefndar.

Þrír berjast um oddvitasætið í flokknum, en það eru bæjarfulltrúarnir Almar Guðmundsson, formaður fjölskylduráðs, Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar.

Auk þeirra þriggja gefa eftirtaldir kost á sér í prófkjörið: Bjarni Th. Bjarnason, Björg Fenger, Eiríkur K. Þorbjörnsson, Guðfinnur Sigurvinnson, Gunnar Valur Gíslason, Harpa Rós Gísladóttir, Hrannar Bragi Eyjólfsson, Ing Rós Reynisdóttir, Lilja Lind Pálsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Sigrún Antonsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Sveinbjörn Halldórsson og Vera Rut Ragnarsdóttir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar