Samtal í innbænum – síðasta samtalsfundurinn

Þriðji og síðasti samtalsfundur haustsins að þessu sinni fer fram á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember nk. en áður hafa verið íbúafundir í Urriðaholti og á Álftanesi. „Þetta hafa verið mjög góðir fundir þar sem við höfum farið djúpt í málefnin sem íbúum liggur á hjarta, ræðum málin og tökum fyrirspurnir,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. „Þessi er eyrnamerktur „innbænum“, en þetta er auðvitað samtal í Garðabæ sem snertir á öllum flötum okkar góða samfélags og ég hvet fólk úr öllum hverfum til að koma.“

Fundurinn hefst klukkan 19:30 og verður í Sjálandsskóla. Boðið verður upp á kaffisopa og konfekt. Fundinum verður ekki streymt en hann verður tekinn upp og settur á vef Garðabæjar að honum loknum.

Mynd: Frå samtalsfundi í Urriðaholti í sumar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar