Samstarfssamningur um framkvæmd æskulýðsstarf í Garðasókn

Á dögunum gerðu Garðasókn og Garðabær með sér samstarfssamning um framkvæmd æskulýðsstarf á vegum Æskulýðsfélags Garðasóknar.

Með samningnum er kveðið á um áherslur í starfi Æskulýðsfélags Garðasóknar og gangkvæmar skyldur samningsaðila með tilliti til skipulags og framkvæmd á barna- og unglingastarfi.
Félagið skal við framkvæmd samningsins huga sérstaklega að því að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks. Stjórn ber ábyrgð á að félagið innleiði og starfi samkvæmt leiðbeiningum og verklagsreglum um kynferðislegt áreiti. Félagið skal setja upp áætlanir varðandi eineltismál og njóta samvinnu við Garðabæ um fræðslu og viðbrögð við þeim. Þar skal byggt á forvarnastefnu bæjarins þar sem m.a. kemur fram áhersla á að uppræta og vinna gegn einelti, finna fyrirbyggjandi lausnir og auka samvinnu allra uppeldisaðila til að uppræta einelti í skólum og félagsstarfi í Garðabæ.

Hlutverk Æskulýðsfélags Garðasóknar er m.a. að:
• Efla barna- og unglingastarf við kirkjuna m.a. í formi sunnudagaskóla.
• Efla tengsl við annað íþrótta-, tómstunda- og forvarnarstarf í Garðabæ.
• Annast fræðsluverkefni fyrir börn og ungmenni með áherslu á mannréttindi, hjálparstarf, lífsleikni og almennt siðfræði.
• Efla tónlistarstarf í 8.-10. bekk.
• Starfrækja kór fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 24 ára í samvinnu við FG.
• Annast leiðtogaþjálfun fyrir unglinga í samstarfi við önnur félög og stofnanir í Garðabæ.
• Vinna að bættu unglingasamfélagi í Garðabæ og auka breidd og valkosti í æskulýðsstarfi í bænum.
• Starfrækja opið hús fyrir börn í skólafríum
• Bjóða upp á foreldramorgna með fræðslu og góðu samfélagi
• Bjóða aðstoð við lífsleiknikennslu FG með fræðslu um sorgarúrvinnslu og almennu hjálparstarfi.
• Annast sorgarvinnuhóp og sálgæslu ungs fólks undir umsjá Arnarins.
• Tilnefna fulltrúa í forvarnarteymi bæjarins og taka þátt í forvarnarfræðslu í samstarfi við forvarnarfulltrúa Garðabæjar.

Mynd: Björg Fenger formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Björg Anna Kristinsdóttir ritari sóknarnefndar og Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar