Samningur um skipulagsráðgjöf undirritaður

Samningur um skipulagsráðgjöf á þróunarsvæði A og Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ milli bæjarmarka var undirritaður sl. fimmtudag af Gunnari Einarssyni bæjarstjóra, Hallgrími Þór Sigurðssyni frá Arkþing – Nordic og Helgu Jóhönnu Bjarnadóttur frá Eflu.

Undirritun! F.v. Sigurður Guðmundsson, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Helga Jóhanna Bjarnadóttir frá Eflu og Hallgrímur Þór Sigurðsson frá Arkþing – Nordic

Fimm umsóknir bárust frá ráðgjöfum

Á fundi bæjarráðs þann 28. september 2021 var lögð fram tillaga tækni- og umhverfissviðs að auglýsa eftir ráðgjöfum til að vinna að gerð rammahluta aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir þróunarsvæði A ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka. Fimm umsóknir bárust.
 
Matshópur var skipaður fimm fulltrúum; fjórum frá Garðabæ auk utanaðkomandi ráðgjafa. Í hópnum sátu Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Sólveig H. Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur og Svanhildur Gunnlaugsdóttir landslagsarkitekt hjá Landform ehf á Selfossi.
 
Niðurstaða matshópsins var að leggja til við bæjarstjórn að leitað verði samninga við hóp skipaðan ráðgjöfum frá Arkþing/Nordic og Eflu verkfræðistofu til að vinna að skipulagi þróunarsvæðis A og Hafnarfjarðarvegar. Ráðgjafahópur er skipaður sérfræðingum frá Arkþing – Nordic og Eflu; Jóhanna Helgadóttir, Helgi Mar Hallgrímsson, Berglindi Hallgrímsdóttur og Hrafnhildi Brynjólfsdóttur

Ráðgjafi sem er skipaður þverfaglegu teymi skal vinna að gerð tillögu að rammahluta aðalskipulags Garðabæjar fyrir þróunarsvæði A og Hafnarfjarðarveg milli bæjarmarka

Móta stefnu um uppbyggingu á svæðinu með áherslu á gæði byggðar, umhverfi, samgöngur og samráð við íbúa og í samvinnu við hagsmunaaðila. 

Svæðið skilgreint sem bæjarkjarni og samgöngumiðað þróunarsvæði

Í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 er skilgreint þróunarsvæði A sem er í tengslum við miðbæ Garðabæjar og áformaða Borgarlínu á Hafnarfjarðarvegi. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er svæðið ásamt miðbæ Garðabæjar skilgreint sem bæjarkjarni og samgöngumiðað þróunarsvæði. Uppbygging samfelldrar þéttrar byggðar milli miðbæjar og Sjálands tekur mið af legu Borgarlínunnar en gert er ráð fyrir einni af meginbiðstöðvum hennar á því svæði.

Gert er ráð fyrir að hágæða almenningssamgöngukerfi, svokölluð Borgarlína, liggi með Hafnarfjarðarvegi um Arnarnesháls og miðbæ Garðabæjar til Hafnarfjarðar

Gert er ráð fyrir að Borgarlína liggi með Hafnarfjarðarvegi um Arnarnesháls

Gert er ráð fyrir að hágæða almenningssamgöngukerfi, svokölluð Borgarlína, liggi með Hafnarfjarðarvegi um Arnarnesháls og miðbæ Garðabæjar til Hafnarfjarðar í samræmi við markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins

• Sigurður Guðmundsson, Gunnar Einarsson, Helga Jóhanna Bjarnadóttir og Hallgrímur Þór Sigurðsson.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar