Safnanótt, stemning og stuð í skammdeginu

Föstudaginn 2. febrúar verður safnanótt haldin í Garðabæ líkt og annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Dagskráin í Garðabæ verður annarsvegar ætluð fjölskyldum og fer fram á bókasafninu og hinsvegar sýningaropnun, jazz og stuð á Hönnunarsafninu.

Dagskrá fyrir fjölskyldur fer fram á Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi frá kl. 17 en þá syngur Skólakór Sjálandsskóla undir stjórn Ólafs Schram og í kjölfarið boðið í bingó þar sem skemmtilegir vinningar verða í boði. Klukkan 18 hefst svo smiðja með grafíska hönnuðinum Unu Maríu Magnúsdóttur en skapandi skrif eru viðfangsefnið. Öll fjölskyldan getur tekið þátt og haft gaman saman í notalegu umhverfi bókasafnsins á Garðatorgi 7. Málverkasýning Huldu Hreindal opnar svo á veggnum klukkan 19 en sýningin er liður í safmstarfi bókasafns og Grósku.

Á Hönnunarsafni Íslands verður opnun og innflutningspartý frá kl. 20-22. Sýning Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Veggplöntur, verður opnuð en sýningin er „heimsókn“ inní föstu sýningu safnsins, Hönnunarsafnið sem heimili sem opnuð var fyrir ári. Lilý Erla er þekkt fyrir textílverk sín en hefur að undanförnu þróað veggteikningar sem minna á veggfóður en eru þó handmálaðar beint á veggi. Á sýningaropnuninni verður leikinn jazz en Birgir Steinn Theodórsson kontrabassaleikari  ásamt félögum mun ljá viðburðinum enn meira líf. Í vinnustofunni verður innflutningspartý gullsmiðsins Mörtu Staworowsku sem verður við störf á safninu í næstu þrjá mánuði. Víravirki verður helsta viðfangsefni Mörtu í vinnustofudvölinni og í partýinu heldur DJ Kjörk uppi stuðinu. Það verður því blómlegt stuð í Hönnunarsafninu á safnanótt og öll sannarlega velkomin.

Forsíðumynd: Una María leiðir skapandi smiðju á Bókasafninu frá kl. 18-20

Lilý Erla opnar sýninguna Veggplöntur í Hönnunarsafni Íslands

Víravirki Mörtu Staworowsku en Marta flytur inn í vinnustofu Hönnunarsafnsins á safnanótt

Hulda Hreindal er listamaður mánaðarins hjá Grósku og opnar sýningu á Bókasafninu á safnanótt

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins