Safnanótt í Garðabæ, fjör fyrir alla

Eftir viku eða föstudagskvöldið 3. febrúar nk. er komið að Safnanótt um allt höfuðborgarsvæðið. Menningarstofnanir í Garðabæ taka sannarlega þátt og allir aldurshópar ættu að finna eitthvað skemmtilegt að upplifa.

Sýningaropnanir á Safnanótt
Margmiðlunarsýningin Aftur til Hofsstaða sem Gagarín hefur hannað í tenglsum við Minjagarðinn á Hofsstöðum verður opnuð klukkan 17 á Safnanótt. Sýningin er staðsett á Garðatorgi 7 og þar geta gestir fræðst um Garðabæ allt frá landnámi til dagsins í dag en nýjasta tækni í margmiðlun er notuð til að miðla á mjög skemmtilegan hátt. Hringur Hafsteinsson höfundur sýningarinnar mun segja frá og leiðbeina gestum við opnunina. Klukkan 20 verður svo ný sýning opnuð í Hönnunarsafni Íslands en sýningin ber titilinn

Hönnunarsafnið sem heimili. Gripum úr safneign er komið fyrir á skemmtilegan hátt og mynda heimili en þó ekki alveg öll rými heimilis en vegna leka í sýningarsal verður ekki hægt að sýna gripi í stofunni en þess í stað verður Jelena Ciric tónlistarkona ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni gítarleikara og Margréti Arnardóttur harmonikkuleikara í stofurýminu og heldur stemningunni lifandi í skugga leka.

Jelena Ciric tónlistarkona

Smiðjur fyrir alla fjölskylduna, ljóðsjoppa og jazzklúbbur á bókasafni
Á Bókasafni Garðabæjar geta fjölskyldur skapað furðuleg hljóðfæri saman úr endurunnu efni en smiðjuna leiðir Elín Helena Evertsdóttir myndlistarmaður leiðir smiðjuna. Í Hönnunarsafni verður hinsvegar smiðja fyrir alla fjölskylduna með hönnuðunum Auði Ösp og Kristínu Maríu.

Skólakór Sjálandsskóla mun skemmta gestum á bókasafni og opnun á málverkasýningu á vegum Grósku verður kl. 18. Þá verður hægt að láta frábæra ljóðskáldið Jakub Stachowiak semja fyrir sig ljóð en hann verður með ljóðasjoppu á bókasafninu frá 19-21.

Dagskrá á bókasafni lýkur svo með Rebekku Blöndal og Ásgeiri Ásgeirssyni sem breyta safninu í jazzklúbb frá kl. 21.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar