Rúmum 200 milljónum munaði á hæsta og lægsta tilboði!

Tilboð opnuð í sorphirðu Garðabæjar

Íslenska gámafélagið ehf. bauð lægst í sorphirðu í Garðabæ, en opnað var fyrir tilboð í síðustu viku og hefur bæjarráðs samþykkt að taka tilboði Íslenska Gámafélagsins. Töluverður munur var á hæsta og lægsta tilboðinu en Fljótavík ehf bauð tæpar 469 milljónir í verkið á meðan tilboð Íslenska gámafélagsins hljóðaði upp ,,aðeins“ rúmar 267 milljónir. Það munaði því rúmum 200 milljónum á hæsta og lægsta tilboðinu. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 297 milljónir. Íslenska Gámafélagið var því 30 milljónum undir kostnaðaráætlun.

Tilboðið var samþykkt með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og var bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.

Eftirfarandi tilboð bárust í sorphirðu í Garðabæ.

Fljótavík ehf. kr. 468.646.000
Íslenska gámafélagið ehf. kr. 267.140.000
Kubbur ehf. kr. 332.171.283
Terra ehf. kr. 301.174.283

Kostnaðaráætlun kr. 297.276.000

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar