Rúmlega 500 glaðir gestir nutu Jazzhátíðar Garðabæjar

Jazzhátíð Garðabæjar fór fram í 16. sinn dagana 21. – 24. apríl s.l.  Að þessu sinni voru konur í forgrunni en hátíðin hófst með Ellen Kristjánsdóttur sem söng fyrir yfirfullum sal að kvöldi sumardagsins fyrsta. Sumir gestanna sátu utandyra og hlýddu á yndisfagra tóna Ellenar í gegnum opnar dyr Sveinatungu. Á föstudagskvöldi kom hin danska Cathrine Legardh fram og heillaði áhorfendur upp úr skónum með yndislegri framkomu sinni og söng en hún kynnti lögin á mjög persónulegan hátt á ensku en söng á dönsku en hennar góði samstarfsfélagi Sigurður Flosason lék með en lögin voru hans tónsmíð við texta Cathrine. Tvennir tónleikar fóru svo fram á laugardeginum, þeir fyrri í Jónshúsi þar sem strandstemning ríkti enda hin unga og glæsilega söngkona Marína Ósk með bossanovasveifluna á hreinu og flutti lög á portúgölsku, ensku og íslensku. Um kvöldið kom tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur fram í Sveinatungu en þau eru í vikunni á leið í tónleikaferð til Kanada svo gestir í Garðabæ fengu smjörþefinn af flottri dagskrá tónleikaferðar tríósins. Jazzhátíð Garðabæjar lauk svo seinnipart sunnudags með tvöföldum verðlaunahafa íslensku tónlistarverðlaunanna, Önnu Grétu Sigurðardóttur. Ríflega 500 gestur nutu alls 5 tónleika hátíðarinnar og þakklátir gestir og flytjendur hlakki til að halda hátíð að ári.
 
Nemendur út Tónlistarskóla Garðabæjar léku í hálftíma fyrir hverja tónleika og óhætt að segja að ungu jazztónlistarmennirnir hafi slegið í gegn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar