Rúmlega 50 milljóna króna tilboð í einbýlishúsalóð í Hnoðraholti

Eins og fram hefur komið þá var handagangur í öskjunni þegar opnuðu voru tilboð sem bárust í byggingarétt á lóðum í Hnoðraholti í Garðabæ sl. þriðjudagskvöld, en alls bárust 103 tilboð í fimm fjölbýlishúsalóðir, 215 tilboð í rað- og parhúsalóðir en mest var ásóknin í einbýlishúsalóðir en í þær bárust alls 491 tilboð. Hæsta tilboð í einbýlishús er rúmar fimmtíu milljónir en þess ber að geta að tölurnar eru birtar með fyrirvara um yfirferð.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar