Laugardaginn 16. desember verður nóg um að vera fyrir börn og fjölskyldur á Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi. Rithöfundurinn Yrsa Þöll Gylfadóttir, sem skrifar bókaflokkinn vinsæla Bekkurinn minn, mætir kl. 12 og les upp úr nýjustu bókinni í flokknum, Bumba er best. Strax í kjölfarið kemur önnur Yrsa, sem er nátttröll, og skemmtir börnum í jólaleikritinu Einmana á jólanótt. Það er leikhópurinn Óhemjur sem flytur leikritið og fjallar það um nátttröllið Yrsu sem sér fram á einmanalega jólahátíð þar sem foreldrar hennar og systkini eru öll orðin að steini. Hún tekur á það ráð að fanga lítinn skógarþröst og læsa hann inni í helli sínum svo hún hafi félagsskap yfir jólin. Skógarþrösturinn er á öðru máli og hjálpar henni að sjá hlutina í nýju ljósi. Þetta er hjartnæm saga um einmana tröll sem þarf að læra að setja sig í spor annarra og hver veit, kannski eignast hún vin í leiðinni? Sagan af Yrsu hefur ríkan boðskap sem á sannarlega erindi við börnin okkar. Hún er einlæg, falleg og sorgleg á stun-dum en húmorinn og sprellið eru aldrei langt undan!
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins