Reikna með að selja 80.000 bollur í IKEA

,,Bollusalan fer vel af stað,“ segir Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA, en hann reiknar með að seldar verði um 80 þúsund bollur í veitingahúsi IKEA í Kauptúni á meðan sölunni stendur og alls um 10 þúsund bollur á bolludaginn sjálfan, sem er mánudaginn, 12. febrúar.

Og Stefán reiknar með aukinni bollusölu í ár miðað við í fyrra. ,,Við erum með 10 tegundir af bollum, hefðbundnar ásamt sælkerabollum og sænsku Semlabollunni;“ segir hann.

Saltkjör og baunir á 995 kr.

Þá er sprengidagurinn alltaf stór dagur í IKEA, en hann er á þriðjudaginn. ,,Við reiknum með að selja um 1600 skammta af saltkjöt og baunum, en það er svipað magn og seldist í fyrra,“ segir hann en skammturinn kostar aðeins 995 kr. með ábót á súpu.

Stefán sjálfur hefur svo afgreitt viðskiptavini á sprengidaginn. ,,Við munum skipta með okkur vöktum á sprengidag og allir taka þátt. Sjálfur verð ég part úr degi að afgreiða baunasúpuna,“ segir hann en veislan hefst kl. 11 á sprengidag.

Ekki má svo gleyma öskudeginum sem er á miðvikudaginn, 14. febrúar, en þá er góðgæti í boði fyrir börnin í anddyri IKEA.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins