Reiðleiðum breytt vegna öryggissjónarmiða

Reiðleiðum innan félagssvæði Sóta verður breytt vegna öryggissjónarmiða samkvæmt
tillögum að deiliskipulagi Félagssvæðis Sóta að lokinni forkynningu, en skipulagsnefnd Garðabæjar hefur farið yfir þær ábendingar og umsagnir sem hafa borist nefndinni og gert nokkrar breytingar á tillögunni

Reiðleiðum innan félagssvæði Sóta verður breytt vegna öryggissjónarmiða

Helstu breytingar á tillögunni eru:

Mön sem aðskilur íbúðabyggð og hesthúsasvæði verður samfeld og göngustígur á milli felldur út.

  • Hestagerði fært inn á opið svæði við Suðurnesveg og bætt við mön meðfram vegi.
  • Ekki verður gert ráð fyrir settjörnum innan hesthúsasvæðisins vegna öryggissjónarmiða.
  • Byggingarreitir nýrra hesthúsa breikkaðir lítillega.
  • Byggingarreit fyrir dómarahús breytt.
  • Reiðleiðum innan svæðis breytt vegna öryggissjónarmiða.

Skipulagsnefnd hefur vísað tillögunni til auglýsingar og boðað verður til kynningarfundar í Álftanesskóla á auglýsingartíma.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar