RB Rúm fagnar 80 ára afmæli

RB Rúm fagnar í dag föstudaginn 1. desember 80 ára stórafmæli, en fjölskyldufyrirtækið var stofnað af Ragnari Björnssyni, húsgagnabólstrara árið 1943. Undanfarinn 42 ár hefur Birna Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars, verið viðloðandi fyrirtækið, en hún byrjaði að vinna þar ung að árum, árið 1981, og hefur undanfarna áratugi stýrt rekstrinum.

Það má með sönnu segja að RB Rúm hafi fært Garðbæingum, Kópavogsbúum sem og öðrum landsmönnum betri svefn og vellíðan í átta áratugi, en fyrirtækið hefur allt frá upphafi lagt mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum.

Birna segir að Garðbæingar og Kópavogsbúar hafi verið stórtækir í viðskiptum við RB Rúm í gegnum árin þótt fyrirtækið sé með aðsetur í Dalshrauni í Hafnarfirði. ,,Garðbæingar, Kópavogsbúar sem og aðrir landsmenn hafa verið mjög duglegir að versla við okkur í gegnum áratugina enda skiptir staðsetningin litlu máli þegar fólk leitar að góðum dýnum og rúmum,” segir hún brosandi.

Birna ásamt föður sínum og stofnanda RB rúm, Ragnari Björnssyni.

Birna segir að RB Rúm hafi ávallt verið leiðandi í þróun og framleiðslu á springdýnum sem er meginþáttur í starfseminni auk framleiðslu á öllum stærðum og gerðum af rúmum, en á undanförnum árum hefur vönduð gjafavara fyrir heimilið bæst í flóruna eins og ilmkerti, handklæði að ógleymdum sænguverum, púðum, rúmteppum og fleira.

Stolt af árunum 80

En hvað finnst Birnu um að afmælisbarnið sé að fagna 80 ára afmæli á föstudaginn? ,,Ég er bara stolt. RB Rúm væru ekki að fagna 80 árum í dag ef við værum ekki að framleiða góða vöru og svo höfum við í gegnum árin verið með gott starfsfólk hjá okkur.”

Og RB rúm hefur dafnað og þroskast vel á þessum tíma, gæðin og vöruúrvalið stöðugt að aukist? ,,Já, það er rétt. Í byrjun var höfuðáherslan á húsgagnabólstrun og svo bættust springdýnurnar og rúmin við framleiðsluna. Svo í gegnum tíðina höfum við bætt við rúmgöflum, lökum, dýnuhlífum, gjafavöru og fleira.”

100% náttúrulegar springdýnur

Og þið bjóðið upp á ótrúlega fjölbreytt vöruúrval, ekki bara margar gerðir að springdýnum og rúmum heldur margt annað eins og þú nefnir? ,,Já, það er rétt og í tilefni af þessum timamótum ákváðum við að byrja að flytja inn 100% náttúrulegar springdýnur frá rótgrónu fyrirtæki í Bretlandi sem heitir Vispring, en það var stofnað í London árið 1901. Við munum veita góða þjónustu fyrir dýnurnar eins og við gerum með allar okkar dýnur.”

Byrjaði á að sópa gólfin og mun enda starfsferilinn á kústinum!

Hvað með þig sjálfa, ertu búin að vera með annan fótinn í RB Rúm frá því að þú varst lítil eða hvenær fóstu að blanda þér í reksturinn? ,,Ég hef frá því ég man eftir mér verið viðlogandi fyrirtækið. Mitt fyrsta starf var að sópa gólfin og ég mum örugglega enda starfsferilinn á kústinum. Ég fór á viðskiptabraut í Flensborg og eftir það fór ég í Iðnskólann og lærði húsgagnabólstrun og hef unnið í RB Rúmum síðan 1981,” segir hún bros- andi.

Hafa fengið alþjóðleg verðlaun

Það má svo geta þess að RB Rúm hlaut árið 2010 alþjóðleg verðlaun á International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun þar sem aðeins eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þau ár hvert.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar