Rauð veðurviðvörun – Lokanir og skólahald

Garðabær vekur athygli á að rauð veðurviðvörun tekur gildi klukkan 16 í dag.

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs í dag miðvikudaginn 5. febrúar og á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

  • Við biðjum ykkur að sækja börn í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og í frístundastarf fyrir klukkan 15:30.
  • Allt frístundastarf á vegum Garðabæjar og skólastarf fellur niður eftir klukkan 15:30 í dag.
  • Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með skilaboðum frá íþróttafélögum og tómstundastarfi.
  • Jónshús, Hönnunarsafn Íslands og Bókasafn Garðabæjar loka í dag klukkan 15.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar