Qigong í bæjargarðinum í sumar

Í sumar ætla Garðabær og Tveir heimar að bjóða upp á Qigong hreyfilist í Bæjargarðinum í Garðabæ, íbúum bæjarins og öðrum gestum að kostnaðarlausu. Alla miðvikudaga kl. 11-11:45 til 18. ágúst

QIGONG ÚTI Í SUMAR! er opin þjálfun og kennsla sem hentar öllum óháð aldri. Qigong er kínversk hreyfilist og yfir 5000 ára lifandi hefð. Harvard læknaskólinn telur hana eina heilnæmustu hreyfingu sem hægt er að stunda og hvetur nú óspart til útbreiðslu Qigong og Tai Chi, sem er byggt á Qi-gong, í lýðheilsu- og lækningaskyni.

Leiðarar: Þórdís Filipsdóttir, Filip Woolford og Rakel Fleckenstein Björnsdóttir
Allir velkomnir og nægt rými fyrir alla.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar