Peysa með öllu fyrir alla

Skapandi viðgerðarsmiðjur verða frá föstudegi til sunnudags frá kl. 12-18 í Hönnunarsafni Íslands.

Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður og listakona sem starfar undir nafninu Ýrúrarí. Verk hennar eru að mestu unnin í prjóni og í þeim mætast húmor, handverk og hreyfing. Ýr hefur miðlað aðferðarfræði sinni í smiðjum þar sem unnið er með ósöluhæfar peysur úr fatasöfnun Rauðakrossins og þær fá nýtt líf.Ýr stundaði nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík og lauk BA gráðu í faginu frá Glasgow School of Art árið 2017 og stundar nú nám í listkennsludeild LHÍ. „Peysa með öllu fyrir alla“ er hluti af lokaverkefni Ýrar.

Undanfarna fjóra mánuði hefur Ýr verið í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands. Þar hefur hún haldið áfram með verkefnið „Peysa með öllu“ sem kynnt var á HönnunarMars 2020. Þá hóf hún samstarfi við fatasöfnun Rauða Krossins með peysur sem lent höfðu í óhöppum í fyrra lífi og voru því ekki boðlegar til sölu í verslunum Rauða Krossins.

Fólki hefur verið boðið að taka að sér peysu frá Rauða Krossinum og taka þátt í smiðjum í skapandi fataviðgerðum. Uppskera þessarar vinnu verðu til sýnis á HönnunarMars ásamt þeim peysum sem Ýr sjálf hefur umbreytt á tímabilinu.í tengslum við uppskeruhátíðina verður boðið upp á skapandi viðgerðarsmiðjur frá föstudegi til sunnudags frá kl. 12-18 í Hönnunarsafni Íslands.

Mynd: Ýrúrarí í vinnustofudvöl

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins