Passið vel upp á heimilisketti og hunda – fuglaflensan bráðsmitandi

Skæð fuglaflensa herjar á Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að taka á móti tilkynningum um dauða fugla og fjarlægja á svæði heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Dýraþjónusta Reykjavíkur er með meindýraeyða á sínum snærum sem fjarlægja fuglana.

Fólki er ráðlagt að halda sig fjarri fuglshræjum og íbúar eiga alls ekki að handleika þau en hægt er að hringja í Dýraþjónustuna frá klukkan 9-21 á virkum dögum og klukkan 9-17 um helgar í síma 822 7820 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Þá er einnig hægt að hafa samband við þjónustuver Garðabæjar á opnunartíma. Ef fólk verður vart við fugla í vanda eða dauða fugla utan þjónustutíma Dýraþjónustunnar er það beðið um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. 

Fólk er beðið um að veita greinargóðar upplýsingar um staðsetningu og senda myndir ef mögulegt er.

Passa vel upp á heimilisketti og hundar fari ekki í hræ af fuglum

Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur undir ráðgjöf frá dýralæknum og sérfræðingum Matvælastofnunar að halda heimilisköttum inni á meðan þessi skæða inflúensa gengur yfir en hún er bráðsmitandi og getur borist í ketti líkt og fugla. Ef viðra þarf kettina er mælt með að hafa þá í taumi. Þá er þeim tilmælum beint til hundaeigenda að gæta þess að hundar þeirra fari ekki í hræ af fuglum þótt engin staðfest smit yfir í hunda séu þekkt á þessum tímapunkti. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar